Lífið

Biggi lögga tilkynnir lendingu á Mars

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Biggi lögga þakkar fyrir ánægjulega samfylgd í skammdeginu.
Biggi lögga þakkar fyrir ánægjulega samfylgd í skammdeginu.
Birgir Örn Guðjónsson, sem betur er þekktur sem Biggi lögga, er þegar þjóðkunnur fyrir greinaskrif sín og svo það að bregða á leik á internetinu.

Það má segja að hann bregði sér í hlutverk flugþjóns í nýju myndbandi sem vakið hefur mikla lukku. Þar tilkynnir hann lendingu á Mars minnir hann farþega á að vera með beltin spennt og sætisbökin upprétt eins og gert er í flugvélum við flugtak og lendingu. Þá minnir hann reyndar farþega líka á að vera með ökuljósin kveikt.

„Fyrir hönd lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þakka ég ykkur fyrir ánægjulega samfylgd í skammdegi síðustu mánaða og ég vona að þið njótið komandi tíma með hækkandi sól úti, inni og í sinni.“

Óhætt er að segja að viðtökurnar hafi verið góðar því vel á 12. þúsund hafa horft á atriðið.



Biggi lögga er þó ekki óumdeildur. Þannig vakti síðasta frásögn hans nokkurn usla en þá sagðist hann hafa hitt ungling með kanabisolíu og var í kjölfarið sakaður um að afvegaleiða umræðuna. Biggi sagði þá, í samtali við Vísi:

„Ég er ekki einhver karakter sem er búinn til af lögreglunni í einhverri „ímyndarherferð“. Það sem ég segi kemur allt úr mínum eigin kolli. Ég er í löggunni aðallega út af því að ég vil hjálpa fólki og vegna þess að ég hef hugsjón fyrir bættu samfélagi.“


Tengdar fréttir

Biggi lögga gerir allt brjálað

Grein sem Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður birti á Vísi í síðustu viku hefur vakið hörð viðbrögð. Vísir fer yfir málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×