Erlent

Bifreið Godane sprengd upp

Freyr Bjarnason skrifar
Sex meðlimir öfgahreyfingarinnar voru drepnir í loftárás Bandaríkjahers á mánudag.
Sex meðlimir öfgahreyfingarinnar voru drepnir í loftárás Bandaríkjahers á mánudag. Fréttablaðið/AP
Leiðtogi öfgahreyfingarinnar Al Shabab var í annarri af tveimur bifreiðum sem urðu fyrir loftárás Bandaríkjahers í Sómalíu á mánudag.

Ekki hefur hins vegar fengist staðfest hvort leiðtoginn, Ahmed Abdi Godane, hafi látist í árásinni, en vitað er að sex hafi fallið.

Bílarnir voru á leiðinni til strandbæjarins Barawe, þar sem Al Shaban er með höfuðstöðvar, þegar árásin var gerð. Hreyfingin Al Shabab varð alræmd fyrir ári þegar hún réðst inn í verslunarmiðstöðina Westgate Mall í Naíróbí í Kenía og drap að minnsta kosti 67 manns.

Ahmed Abdi Godane er andlegur leiðtogi Al Shabab. Undir hans leiðsögn hóf hreyfingin samstarf við hryðjuverkasamtökin Al Kaída. Árið 2012 buðu bandarísk stjórnvöld 800 milljóna króna verðlaunafé fyrir upplýsingar sem myndu leiða til handtöku Godane.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×