Innlent

Bifreið fór í höfnina á Hvammstanga

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá Hvammstanga.
Frá Hvammstanga. Vísir/Jón Sigurður
Lögreglu- og björgunarsveitarmenn, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar, hafa verið kallaðar út eftir að bifreið fór í höfnina á Hvammstanga. Þyrla gæslunnar var kölluð út á fimmta tímanum. Sagt var fyrst frá málinu á mbl.is.

Björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Húnum eru á staðnum. Þegar eftir því var falast vildi lögreglan á Blönduósi engar upplýsingar um málið veita.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×