Innlent

Bifhjólaslys í Borgarfirði: Unnusta mannsins einnig á hjólinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lögreglan á Vesturlandi tók þessa mynd af vettvangi í gær.
Lögreglan á Vesturlandi tók þessa mynd af vettvangi í gær.
Erlendum ferðamanni er haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans eftir umferðarslys í Hvítársíðu í Borgarfirði síðdegis í gær. Maðurinn var á ferð á bifhjóli eftir holóttum malarvegi þegar hann missti stjórn á ökutækinu að því er lögreglan á Vesturlandi greinir frá.

Þyrla gæslunnar á vettvangi.
Unnusta mannsins var farþegi á hjólinu og slapp hún án teljandi meiðsla. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang á fimmta tímanum en þá hafði maðurinn verið endurlífgaður á vettvangi.

Töluverð lausamöl var á malarveginum og einnig svokölluð „þvottabretti„ sem geta verið varasöm.

Uppfært kl. 15:35.

Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Landspítalans er ástand mannsins óbreytt og er honum enn haldið sofandi í öndunarvél.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×