Innlent

Bifhjólamaðurinn látinn eftir slys við Hvítársíðu

Birgir Olgeirsson skrifar
Ferðamaður sem slasaðist lífshættulega eftir bifhjólaslys við Hvítarsíðu í Borgarfirði í síðustu viku er látinn. Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins. Maðurinn var á ferð á bifhjóli ásamt unnustu sinni eftir malarvegi þegar hann missti stjórn á því. Konan slasaðist ekki alvarlega en maðurinn var endurlífgaður á vettvangi áður en hann var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Þar hafði manninum verið haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild en hann er nú látinn. Ríkisútvarpið hefur það eftir upplýsingum frá Landspítalanum að maðurinn var indverskur. Á vef RÚV er einnig greint frá líðan kínverskrar konu sem slasaðist í umferðarslysi við Hellissand síðastliðinn fimmtudag. Henni er enn haldið sofandi í öndunarvél og er þungt haldin.

Sex voru í bílnum og var konan á meðal tveggja farþega sem slösuðust alvarlega. Annar þeirra, karlmaður á fertugsaldri, var úrskurðaður látinn á gjörgæsludeild Landspítalans á fimtmudag.


Tengdar fréttir

Átta segja upp vegna niðurbrots í starfi

Geislafræðingar segjast vera að gefast upp á 51. degi verkfalls. Að minnsta kosti átta þeirra sögðu upp vegna álags í starfi í gær. Rúmlega sex þúsund myndgreiningarrannsóknum hefur verið frestað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×