Fótbolti

Bielsa ekki ánægður með forráðamenn Marseille

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Marcelo Bielsa sinnir þjálfarastarfinu af lífi og sál.
Marcelo Bielsa sinnir þjálfarastarfinu af lífi og sál. Vísir/Getty
Olympique de Marseille hefur ekki farið vel af stað í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, en liðið er aðeins með eitt stig að loknum tveimur leikjum.

Marcelo Bielsa, sem tók við Marseille í sumar, hefur gefið í skyn að forráðamenn félagsins hafi ekki staðið við gefin loforð.

„Verkefnið er ekki í samræmi við það sem ég ímyndaði mér í upphafi.

„Mér fannst áhugavert að taka við Marseille. Ég vildi vera með hóp af 22 leikmönnum sem væru allir svipaðir að getu, svo það væri ekki niður neglt hverjir væru byrjunarliðsmenn og hverjir varamenn.

„Til að það hefði gengið eftir þurftum við að fá 35 milljónir evra og kaupa sjö leikmenn. En síðan var fækkað um tvo í leikmannahópnum og nú skilst mér að við munum ekki ná í 18 manna hóp.

„Og á þessari stundu erum við varla 16,“ sagði Bielsa í samtali við RMC. Argentínumaðurinn hefur aðeins fengið fjóra leikmenn til Marseille í sumar: Michy Batshuayi, ungan belgískan framherja, franska miðjumanninn Romain Alessandrini, Marokkómanninn Abdelaziz Barrada og hinn brasilíska Alef.  

Bielsa þykir einn áhrifamesti þjálfari síðari tíma, en hann hefur m.a. stýrt Newell's Old Boys, Argentínu, Chile og Athletic Bilbao á þjálfaraferlinum.


Tengdar fréttir

Bielsa til Marseille

Franska liðið Olympique Marseille tilkynnti í gær að argentínski þjálfarinn Marcelo Bielsa hefði verið ráðinn til að stýra liðinu næstu tvö árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×