Lífið

Bieber sagði Norðmenn ömurlega

Stefán Árni Pálsson skrifar
Justin Bieber var eitthvað pirraður í Noregi, aftur.
Justin Bieber var eitthvað pirraður í Noregi, aftur. vísir/getty
Justin Bieber hélt tónleika í Telenor Arena í Osló á föstudagskvöldið. Hann hefur verið í Osló síðustu daga en kanadíski tónlistamaðurinn hefur verið í einkennilegu sambandi við Norðmenn undanfarið ár. 

Á dögunum gekk hann að nokkrum ungmennum í Noregi sem biðu eftir því að hitta átrúnaðargoðið. Hann gekk að þeim og hreytti í þau; „þið eruð ömurleg“.

Fyrir tæplega ári síðan strunsaði Bieber af sviðinu í Osló eftir að hafa aðeins sungið eitt lag á tónleikum.

Bieber varð fyrir því óhappi að hella niður vatni á sviðið í upphafi tónleikanna. Fór hann því sjálfur með handklæði til að þurrka upp eftir sig fremst á sviðinu. Kappinn komst aftur á móti ekki að fyrir spenntum aðdáendum og það fór fyrir brjóstið á honum.

Sjá einnig: Brjálaður Bieber strunsaði af sviðinu eftir aðeins eitt lag - Myndband

Bieber strunsaði því af sviðinu og hætti eftir aðeins eitt lag. Tónleikunum var þar með lokið og stóðu mörg þúsund manns eftir með sárt ennið. Hann er greinilega ekki mikill Noregsaðdáandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×