Innlent

Biður Íslendinga um hjálp: Heyrði fyrst af hálfbróður sínum þegar faðir hans dó

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
John Thompson vill finna íslenskan hálfbróður sinn og vonar að Íslendingar þekki konuna á myndinni neðst í fréttinni.
John Thompson vill finna íslenskan hálfbróður sinn og vonar að Íslendingar þekki konuna á myndinni neðst í fréttinni. Mynd/Róbert
„Hann vissi ekki að hann ætti hálfbróður fyrr en um það leyti sem pabbi hans dó,“ segir Róbert Orri Stefánsson, brimbrettakappi, sem aðstoðar John Thompson, sextugan félaga sinn frá Hawaii, við að finna íslenskan hálfbróður sinn. Félagarnir biðla til Íslendinga að deila nánast einu vísbendingunni sem þeir hafa um hálfbróðurinn en það er mynd af móður hans. Myndin er hér að neðan. Von þeirra er að einhver þekki til konunnar.

 

Faðir Thompson, Harley, kom hingað til lands í seinni heimsstyrjöldinni með ameríska hernum, kynntist íslenskri konu en var sendur úr landi árið 1944. Harley Thompson var dæmdur fyrir að selja land í eigu ríkisstjórnarinnar að sögn Ragnars og framseldur til New York.

Róbert kynntist John í gegnum brimbrettaíþróttina.Mynd/Róbert
En áður en hann var sendur burt náði hann að barna íslensku konuna. Hann heyrði síðar að hann hefði eignast son. Konan sem um ræðir er auðvitað sú sem birtist hér að ofan. Faðirinn sagði syni sínum ekki frá því að hann ætti hálfbróður fyrr en rétt áður en hann lést. Frænka John lét hann svo hafa myndina af konunni.

Meðlagsgreiðslur og svo kólnar slóðin


„Ég hitti þennan mann þegar ég var að ferðast í Perú og við fórum að spjalla saman. Þegar kom í ljós að ég er Íslendingur sagði hann mér sögu sína,“ útskýrir Róbert sem vill hjálpa félaga sínum að finna fjölskyldumeðliminn. John Thompson hefur leitað í um átta ár telur Róbert en hann hefur ekki átt hægt um vik þar sem hann þekkir engan hér á landi og hefur ekki getað heimsótt landið. Það stendur þó til.

Vísbendingarnar sem þeir hafa auk myndarinnar eru meðlagsgreiðslur sem Harley Thompson greiddi til Íslands og þeir telja að hálfbróðirinn hafi borið nafnið Jan Harleyson. Það hefur verið erfitt að finna frekari upplýsingar vegna leyndarinnar sem ríkir yfir gögnum fyrrum hermanna.

Hafi einhver upplýsingar um konuna á myndinni með fréttinni er sá hinn sami beðinn um að hafa samband í síma 6631902 eða senda tölvupóst til Róberts á netfangið robertlovesurf@hotmail.com.


Tengdar fréttir

Hefur leitað að íslenskri móður sinni í 20 ár

Árið 1958 fæddi 18 ára gömul íslensk stúlka son í New Jersey í Bandaríkjunum. Hún gaf hann til ættleiðingar þar í landi en Jonathan Roth hefur lengi leitað að íslenskri móður sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×