Erlent

Biðu níutíu mínútur á hvolfi í rússibana

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Farþegarnir þurftu að dúsa á hvolfi í sólinni í 32 metra hæð.
Farþegarnir þurftu að dúsa á hvolfi í sólinni í 32 metra hæð. nordicphotos/Getty
Rússibani í Queensland í Ástralíu bilaði í 32 metra hæð og þurftu 20 farþegar að bíða á hvolfi í 90 mínútur eftir björgun.

Í október fórust fjórir í Ástralíu þegar annar rússibani í Queensland bilaði og setti þing svæðisins ströng lög í kjölfarið á skemmtigarða.

Rússibaninn sem bilaði í gær fór í gegnum ítarlega skoðun í nóvember. Alls gátu 16 farþegar klifrað niður af sjálfsdáðum eftir að hægt var að færa vagnana að stiga en fjórir þurftu aðstoð slökkviliðs. Farþegarnir voru á aldrinum 10 til 50 ára.

„Það þurfti enginn að fara á sjúkrahús eftir þessa raun en það voru allir þreyttir enda erfitt að vera á hvolfi í sólinni í 90 mínútur,“ sagði Paul Young, sem stýrði aðgerðum á vettvangi. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×