Innlent

Biðtími eftir augasteinaskiptum hátt í þrjú ár

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
„Með þetta í huga vekur það mikla furðu að biðtími eftir jafn einfaldri aðgerð og augasteinsskiptum hér á landi nálgast nú hratt 3 ár.“
„Með þetta í huga vekur það mikla furðu að biðtími eftir jafn einfaldri aðgerð og augasteinsskiptum hér á landi nálgast nú hratt 3 ár.“ vísir/getty
Biðtími eftir augasteinaskiptum hér á landi er hátt í þrjú ár, sem er lengri biðtími í nokkru öðru landi í hinum vestræna heimi. Augnlæknafélag Íslands segir það vekja furðu og skorar því á stjórnvöld að vinna að styttingu biðlista niður í þrjá mánuði. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu.

Þar segir jafnframt að nýir meðferðarmöguleikar í augnlækningum hafi dregið stórlega úr blindu vegna algengra sjúkdóma, svo sem hrörnun í augnbotnum og skýi á augasteini. Það hafi leitt til aukinna lífsgæða fyrir þá einstaklinga sem veikjast, og einnig mikils sparnaðar annars staðar í heilbrigðiskerfinu, samfélaginu í heild til gríðarlegra hagsbóta.

„Með þetta í huga vekur það mikla furðu að biðtími eftir jafn einfaldri aðgerð og augasteinsskiptum hér á landi nálgast nú hratt 3 ár,“ segir orðrétt í ályktuninni. Innan evrópska efnahagssvæðisins séu þær reglur í gildi að þeir sem hafi beðið í þrjá mánuði eða lengur eftir aðgerð eigi rétt á að leita sér meðferðar hvar sem er innan efnahagssvæðisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×