Innlent

Biðröð fyrir utan ÁTVR í Eyjum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Hleypt var inn í hollum í vínbúðina í Vestmannaeyjum.
Hleypt var inn í hollum í vínbúðina í Vestmannaeyjum. vísir/kolbeinn tumi
Sól og blíða er í Vestmannaeyjum, þar sem Þjóðhátíð verður sett í kvöld. Búið er koma upp vel á annað hundrað tjöldum í Herjólfsdal, ef frá eru talin hvítu tjöldin sem heimafólk er í óða önn að innrétta.

Straumur fólks til Eyja eykst stöðugt og þegar vínbúðin opnaði í miðbænum í dag myndaðist fljótlega töluverð röð, en Eyjamenn fara þá leið að hleypa fólki inn í hollum, enda vínbúðin í smærri kantinum. Þá myndaðist jafnframt örtöð í verslun Krónunnar og fleiri stöðum í Vestmanneyjum.

Þjóðhátíð stendur á gömlum merg, og búst er yfir tólf þúsund manns. Helstu skemmtikraftar þar verða Quarashi, Skítamórall, John Grant, Sálin Hans Jóns Míns, Kaleo, Mammút, Jón Jónsson og Páll Óskar ásamt fleirum.

Þessir voru í góðu yfirlæti í glampandi sól í Herjólfsdal í dag.vísir/kolbeinn tumi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×