Innlent

Biðlistar á öldrunarheimilum á Akureyri hafa aldrei verið lengri

Sveinn Arnarsson skrifar
Vegna sívaxandi álags á heimahjúkrun og langra biðlista eftir hjúkrunarrýmum liggja aldraðir á bráðadeildum Sjúkrahússins á Akureyri.
Vegna sívaxandi álags á heimahjúkrun og langra biðlista eftir hjúkrunarrýmum liggja aldraðir á bráðadeildum Sjúkrahússins á Akureyri.
Grafalvarlegt ástand er komið upp í þjónustu við aldraða á Akureyri. Álag á heimahjúkrun og langir biðlistar eftir hjúkrunarrýmum öldrunarheimila gera það að verkum að aldraðir liggja inni á bráðadeildum Sjúkrahússins á Akureyri.



Þóra Ester Bogadóttir Forstöðuhjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Útskriftarteymi sjúkrahússins á Akureyri kallaði til fundar fulltrúa frá heimahjúkrun heilsugæslu Akureyrar, hjúkrunarheimilinu Hlíð og bráðadeildum sjúkrahússins vegna ástandsins. 

Í framhaldinu var ákveðið að senda ályktun til Sjúkrahússins á Akureyri, velferðarráðs Akureyrarbæjar, heilbrigðisráðherra og Embættis landlæknis. Í ályktuninni er bent á brýna þörf á auknum fjárframlögum til heimahjúkrunar og heimaþjónustu til þess að koma til móts við þá auknu þjónustu sem inna þarf af hendi. 

Þóra Ester Bogadóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri, segir aldraða liggja á sjúkrahúsinu sem allajafna ættu að vera farnir heim til sín. Ástæða þess sé erfið staða heimahjúkrunar á Akureyri. „Það er misjafnt frá degi til dags hversu margir það eru, en á lyflækningadeild og skurðlækningadeild eru alla jafna aldraðir einstaklingar sem liggja hjá okkur,“ segir Þóra Ester. „Álagið á heimahjúkrun er slíkt að það er erfitt að bæta við nýjum skjólstæðingum. Einnig erum við stundum að útskrifa þyngri einstaklinga sem þurfa mikla umönnun heima fyrir og það getur verið mjög erfitt fyrir heimahjúkrun að fá þannig einstaklinga til sín.“

Biðlisti í hjúkrunarrými á öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri hefur ekki verið lengri í áraraðir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×