Innlent

Bíða páskahretið af sér áður en naglanir eru teknir af

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Á dekkjaverkstæðinu Dekkverk er fólk aðeins farið að mæta til þess að láta skipta um dekk fyrir sumarið.
Á dekkjaverkstæðinu Dekkverk er fólk aðeins farið að mæta til þess að láta skipta um dekk fyrir sumarið. VÍSIR/VILHELM
Nagladekk eru ekki leyfileg á götum Reykjavíkurborgar eftir 15. apríl samkvæmt fréttatilkynningu frá borginni. Vísir hafði samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu sem sagði að íbúa á höfuðborgarsvæðinu geta verið rólega, lögreglan muni ekki sekta þá sem enn eru á nagladekkjum nú yfir páskana.

„Við horfum auðvitað til veðurs og á veðurspána,“ segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningafulltrúi lögreglunnar. Veðurútlitið sé ekki þannig að hægt sé að ráðleggja fólki að taka nagladekkin af endilega.

„Eftir páskana metum við svo stöðuna,“ segir Gunnar Rúnar. Sektin fyrir að vera á nagladekkjum yfir sumartímann er fimm þúsund krónur á dekk eða 20 þúsund krónur fyrir venjulegan bíl.

Margir komnir á sumardekkin

„Það eru margir komnir á sumardekkin en það eru líka margir að íða eftir páskahretinu og bíða því aðeins fram yfir páska með að taka nagladekkin af,“ segir Jón Haukdal Þorgeirsson, rekstrarstjóri Dekkverks, en ljósmyndari leit við þar í morgun.

Fólk virðist ætla að bíða fram yfir páska til að skipta nagladekkjunum út.VÍSIR/VILHELM
Telja nagladekkin óþörf

28 prósent ökutækja voru á negldum dekkjum samkvæmt mælingu í Reykjavík nú í mars að því er fram kemur á vefsíðu borgarinnar. Nokkuð hafi því dregið úr notkun nagladekkja miðað við talningu í mars 2013 en þá reyndust 35 prósent bifreiða vera á negldum dekkjum.

Fyrir níu árum voru 58 prósent bifreiða á nöglum og hlutfallið hefur því lækkað verulega undanfarin ár.

Reykjavíkurborg telur nagladekk óþörf enda eyða þau götum margfalt hraðar en önnur dekk og eiga hlut í svifryks- og hávaðamengun. Góð vetrarþjónusta gatna og betri almenningssamgöngur hafa einnig hjálpað til við að draga úr notkun slíkra dekkja í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×