Erlent

Betri einkunnir af meiri leikfimi

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Íþróttir hafa jákvæð áhrif á heilsu og námsárangur.
Íþróttir hafa jákvæð áhrif á heilsu og námsárangur. vísir/vilhelm
Fái strákar meiri íþróttakennslu gengur þeim betur í skólanum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar við Háskólann í Lundi. Skoðaðar voru lokaeinkunnir í grunnskóla hjá 630 nemendum á árunum 2003 til 2012. Nemendur fengu íþróttakennslu á hverjum degi alla skólagönguna.

Strákum sem fengu nóga góða einkunn til að komast í framhaldsskóla fjölgaði um sjö prósentustig, eða úr 88 prósentum í 95 prósent.

Enginn munur var á einkunnum stelpnanna. Það er að mestu rakið til þess að strákarnir voru í upphafi með lægri einkunnir. Stelpurnar urðu sterkari, að því er sænska sjónvarpið hefur eftir einum vísindamannanna. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×