Handbolti

Bestu tilþrif Guðjóns Vals | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðjón Valur hefur slegið í gegn í Katalóníu.
Guðjón Valur hefur slegið í gegn í Katalóníu. mynd/barcelona
Fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, Guðjón Valur Sigurðsson, hefur farið mikinn með spænska stórveldinu Barcelona í vetur.

Guðjón Valur, sem gekk til liðs við Barcelona frá Kiel í sumar, er markahæsti leikmaður Börsunga í spænsku deildinni, en hann hefur skorað 70 mörk í 15 leikjum. Skotnýting hans er sömuleiðis afbragðsgóð, eða 82%.

Jóhannes Patreksson, sonur Patreks Jóhannessona, þjálfara Hauka og austurríska landsliðsins, hefur sett saman skemmtilegt myndband með helstu tilþrifum Guðjóns Vals á tímabilinu. Myndbandið má sjá hér að neðan.

Guðjón og Patrekur verða báðir í eldlínunni á HM í Katar sem hefst 15. janúar næstkomandi, en þeir voru samherjar á sínum tíma, bæði í íslenska landsliðinu og hjá þýska liðinu TuSEM Essen


Tengdar fréttir

Guðjón Valur skoraði sex í Póllandi

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk þegar Barcelona tapaði fyrir Wisla Plock 34-31 í Póllandi í Meistaradeild Evrópu í handbolta.

Fimm konur í fyrsta sinn

Samtök íþróttafréttamanna hafa gefið út hvaða tíu íþróttamenn enduðu á topp tíu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2014. Konurnar eru nú jafnmargar körlunum en það hefur aldrei gerst í 59 ára sögu kjörsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×