Lífið

Besta vinkona Madeleine fær ekki að koma í skírn Nikulásar

Atli Ísleifsson skrifar
Madeleine Svíaprinsessa, Christopher O'Neill og Leonore. Nikulás kom í heiminn í júní síðastliðinn og verður hann skírður á sunnudaginn.
Madeleine Svíaprinsessa, Christopher O'Neill og Leonore. Nikulás kom í heiminn í júní síðastliðinn og verður hann skírður á sunnudaginn.
Sænskir fjölmiðlar hafa greint frá því að besta vinkona Madeleine Svíaprinsessu muni ekki sækja skírn Nikulásar, sonar Madeleine og eiginmanns hennar, Christopher O‘Neill, sem fram fer í Stokkhólmi á sunnudag.

Emma Pernald er besta vinkona Madeleine, en jafnframt fyrrverandi kærasta Karls Filippusar Svíaprins, bróður Madeleine.

Í frétt Aftonbladet kemur fram að Madeleine hafi ætlað Emmu að vera ein góðmæðra Nikulásar, sem er annað barn þeirra hjóna.

„Af ýmsum ástæðum hef ég því miður ekki möguleika á að sækja skírnina,“ segir Emma í samtali við blaðið.

Heimildir blaðsins segja að Sofiu, eiginkonu Karls Svíaprins, hafa krafist þess að Emma yrði ekki viðstödd skírnina.

Karl Filippus Svíaprins og Emma voru saman um tíu ára skeið en hættu saman árið 2009. Emma er nú gift og á barn.

Nikulás kom í heiminn þann 15. júní síðastliðinn. Hann er yngri bróðir hinnar nítján mánaða gömlu Leonore.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×