Sport

Besta maraþonhlaupakona heims féll á lyfjaprófi

Jeptoo fagnar sigri í Chcago-maraþoninu í september. Það var hennar síðasta hlaup í bili.
Jeptoo fagnar sigri í Chcago-maraþoninu í september. Það var hennar síðasta hlaup í bili. vísir/getty
Kenýska stúlkan Rita Jeptoo fær ekki að taka þátt í maraþonhlaupum næstu tvö árin.

Hún féll á lyfjaprófi eftir að hafa unnið Chicago-maraþonið í september síðastliðnum. Bæði sýnin sem voru tekin voru jákvæð.

Jeptoo var að vinna Chicago-maraþonið í annað sinn og hún hefur unnið Boston-maraþonið þrisvar sinnum.

Þetta þýðir að hún mun ekki geta tekið þátt í HM á árinu og mun einnig missa af ÓL í Ríó sumarið 2016.

Þetta er mikill skellur fyrir langhlaupalið Kenýa þar sem Jeptoo er stærsta stjarnan.

Alþjóða lyfjaeftirlitið hefur farið fram á við íþróttayfirvöld í Kenýa að þeir taki til í sínum lyfjaeftirlitsmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×