Enski boltinn

Besta lið Englands heiðrað

Anton Ingi Leifsson skrifar
Chelsea varð Englandsmeistari tímabilið 2014/2015 eins og flestir vita, en tímabilinu 2014-2015 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu lauk í gær.

Síðasti Messa leiktíðarinnar var í gær en þar fóru þeir Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Gunnleifur Gunnleifsson fóru yfir allt það helsta á tímabilinu.

Sjá einnig - Tíu flottustu mörk tímabilsins

Björgvin Harðarson, pródúsent Messunnar, bjó til fjögurra mínútna myndband af öllu því helsta frá Chelsea þetta tímabilið.

Chelsea vann deildina með átta stiga mun. Chelsea fékk 87 stig á toppi deildarinnar, en Manchester City kom næst með 79. MIklir yfirburðir hjá Jose Mourinho og lærisveinum hans í Chelsea.

Allt myndbandið má sjá í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×