Sport

Besta fimleikafólkið okkar í sviðsljósinu í Þrándheimi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stelpurnar í fimleikalandsliðinu.
Stelpurnar í fimleikalandsliðinu. Mynd/Fimleikasamband Íslands
Ísland á flotta fulltrúa á Norður Evrópumóti í áhaldafimleikum sem fram fer í Þrándheimi í Noregi um helgina.

Á Norður Evrópumótinu er keppt í liðakeppni, fjölþraut og einstökum áhöldum. Ísland er með lið í kvennaflokki og þrjá einstaklinga í karlaflokki.

Á laugardaginn verður keppt í liðakeppni og fjölþraut og á sunnudaginn verður keppt í úrslitum á einstökum áhöldum.

Fyrir ári síðan fór mótið fram í Írlandi og var árangur Íslands á því mjög góður. Íslenska kvennaliðið lenti í þriðja sæti í liðakeppninni ásamt því að íslensku stúlkurnar sigruðu bæði í stökki og á tvíslá en stelpurnar unnu einnig eitt silfur og eitt brons. Strákarnir unnu síðan eitt brons.

Norma Dögg Róbertsdóttir (stökk) og Irina Sazonova (tvíslá) unnu bæði gull á mótinu í fyrra, Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir fékk silfur í stökki og Irina brons á gólfinu.

Dominiqua Alma , Norma Dögg Róbertsdóttir og Irina Sazonova eru ekki með íslenska liðinu að þessu sinni og því er endurnýjun í íslenska kvennaliðinu enda Sigríður Hrönn sú eina sem var líka með í fyrra.

Martin Bjarni Guðmundsson er reynslunni ríkari frá því í fyrra þegar hann keppti á mótinu aðeins fjórtán ára gamall.

Kvennalið Íslands skipa eftirfarandi keppendur:

Agnes Suto

Andrea Ingibjörg Orradóttir

Katharína Sybila Jóhannsdóttir

Margrét Lea Kristinsdóttir

Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir

Keppendur Íslands í karlaflokki eru:

Guðjón Bjarki Hildarson

Martin Bjarni Guðmundsson

Valgarð Reinhardsson

Þjálfarar í ferðinni eru: Guðmundur Þór Brynjólfsson, Sandra Dögg Árnadóttir og Róbert Kristmannsson.

Dómarar eru: Auður Ólafsdóttir, Sandra Matthíasdóttir og Björn Magnús Tómasson

Hildur Ketilsdóttir er fararstjóri í ferðinni.

Íslenska landsliðsfólkið.Mynd/Fimleikasamband Íslands
Mynd/Fimleikasamband Íslands
Mynd/Fimleikasamband Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×