Körfubolti

Besta byrjun liðs frá upphafi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hinn magnaði Steph Curry.
Hinn magnaði Steph Curry. Vísir/Getty
NBA-meistararnir í Golden State Warriors virðast einfaldlega óstöðvandi. Í nótt vann liðið öruggan sigur á LA Lakers, 111-77, og hefur því unnið alla sextán leiki sína til þessa á tímabilinu.

Ekkert lið hefur byrjað betur frá upphafi NBA-deildarinnar en gamla metið áttu Washington Capitols frá 1947 og Houston Rockets frá 1993. Hvorugt þessara liða var þó ríkjandi meistari, líkt og Warriors nú.

Sigrinum var vel fagnað í leikslok en pappírsstrimlum rigndi yfir völlinn eftir að Golden State hafði tryggt sér sinn sess í sögubókunum.

Lakers er nú með næstversta árangur allra liða í deildinni en liðið hefur unnið tvo leiki af fjórtán. Kobe Bryant jafnaði sína verstu skotnýtingu á ferlinum en hann skoraði fjögur stig og nýtti aðeins eitt skot af fjórtán.

Indiana vann Washington, þar sem Paul George fór á kostum og skoraði 40 stig. Alls skoraði Indiana nítján þriggja stiga körfur í leiknum í aðeins 26 tilraunum.

Chicago vann Portland, 93-88. Derrick Rose sneri til baka inn á völlinn eftir meiðsli og skoraði sautján stig. Hann hafði misst af tveimur leikjum vegna meiðsla í ökkla.

Úrslit næturinnar:

Washington - Indiana 106-123

Atlanta - Boston 121-97

Memphis - Dallas 110-96

Denver - LA Clippers 94-111

Portland - Chicago 88-93

Golden State - LA Lakers 111-77

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×