Innlent

Best að komast af á Íslandi

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Mælt var fyrir 33 mismunandi þáttum og þeir bornir saman við 188 önnur lönd. Niðurstaðan er skýr, hér er best að vera!
Mælt var fyrir 33 mismunandi þáttum og þeir bornir saman við 188 önnur lönd. Niðurstaðan er skýr, hér er best að vera! Vísir
Nýleg könnun sem gerð var af vegum Sameinuðu þjóðanna í 188 löndum heims setur Ísland í efsta sæti yfir lönd sem standa best þegar kemur að sjálfbæri þróun. Samkvæmt því, eru íbúar Íslands best í stakk búnir til þess að viðhalda sjálfum sér og komast af í lífsbaráttunni sé miðað við önnur lönd.

Hinir ýmsu þættir eru mældir hvað varðar málefni tengd heilsu, útbreiðslu sjúkdóma, aðgangur að hreinu vatni, baráttu gegn fátækt og menntun. Einnig er mælt fyrir glæpatíðni, dánartölur vegna striðs, offitu barna, atvinnuöryggi og margt fleira. Miðað er við svokallað SDG stuðul (Sustainable Development Goals) sem er reiknaður út frá þáttum sem koma fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna frá því í fyrra (Global Burden of DiseaseInjuriesand Risk Factors Study 2015, GBD 2015).

Best að búa á Íslandi

Tilgangur GBD var að reikna út hvaða lönd væru best í stakk búin fyrir mannfólk til þess að komast af. Eða einfaldlega, hvar væri best að búa? Samkvæmt þessu náði Ísland rétt tæplega efsta sætinu en fast á eftir okkur koma Svíþjóð og Singapore.

Efstu 10 löndin eru sem hér segir;



1.    Ísland

2.    Singapore

3.    Svíþjóð

4.    Andorra

5.    Bretland

6.    Finnland

7.    Spánn

8.    Holland

9.    Kanada

10.  Ástralía

Niðurstöðurnar hafa verið Bandaríkjamönnum mikið áfall en landið hafnaði í 28. sæti listans. Þar í landi hafa menn í kjölfarið gagnrýnt viðmið Sameinuðu þjóðanna í þessu samhengi.

Meira um niðurstöðurnar má lesa á síðu vísindatímaritsins The Lancet, þar sem niðurstöður voru fyrst birtar sem og hjá Bloomberg sem fer ítarlega yfir niðurstöðurnar út frá því hversu illa Bandaríkjamenn komu út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×