Innlent

Best að eldast í Noregi - Ísland í sjöunda sæti

Vísir/Vilhelm
Noregur hefur tekið við af Svíþjóð sem það land þar sem best er að eyða elliárunum. Um er að ræða árlegan lista frá samtökunum HelpAge International og þar er löndum raðað eftir því hvernig þau koma út á ýmsum mælikvörðum sem hafa áhrif á lífsgæði eldri borgara. Afganistan er í neðsta sæti en þar hefur margra ára upplausn og stríðsrekstur eyðilagt flestalla innviði landsins.  Á eftir Noregi og Svíþjóð koma síðan Sviss, Kanada og Þýskaland. Ísland er í sjöunda sæti listans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×