Lífið

Best að eignast bara tvö börn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Að eiga eitt eða tvö börn getur gert þig hamingjusamari en að eignast þrjú eða fleiri. Þetta kemur fram í rannsókninni Before and After the Kids sem Mikko Myrskylä og Rachel Margolis framkvæmdu.

Í rannsókninni var hamingja breskra og þýskra foreldra metin fyrir og eftir fæðingu barna þeirra.

Í rannsókninni kemur fram að þegar börnin eru orðin þrjú eða fleiri eykst streita foreldra sem tengist oft fjárhagserfiðleikum. Þetta þýðir þó ekki að foreldrar með fleiri en þrjú börn elski börnin sín minna eða geri upp á milli þeirra.

Þá kemur einnig fram í rannsókninni að börn auki hamingju foreldra sinna árið áður en þau fæðast og árið eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×