Lífið

Bergur fær ekkert að taka þátt í sýningunni fyrir hlé

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bergur Þór leikur í sýningunni.
Bergur Þór leikur í sýningunni.
Úti að aka er farsi sem verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu í þessari viku.

Leikritið fjallar um leigubílstjórann Jón Jónsson sem er ekki allur það sem hann er séður; hann á tvær eiginkonur, þær Guðrúnu í Hafnarfirði og Helgu í Mosfellsbæ.

Guðrún veit ekki af Helgu og Helga hefur ekki hugmynd um Guðrúnu og Jón brunar sæll og glaður milli bæjarfélaga til að sinna báðum heimilum.

Börnin hans, af sitt hvoru hjónabandinu, kynnast fyrir slysni á Facebook og plana stefnumót. Til að afstýra stórslysi kokkar Jón upp fjarstæðukenndan lygavef þar sem enginn veit lengur hvað snýr upp og hvað niður. Á endanum er ekki ljóst hver hefur leikið á hvern eða hver er í rauninni úti að aka.

Höfundurinn Ray Cooney er farsælasta gamanleikjaskáld samtímans. Borgarleikhúsið hefur áður sýnt verk hans við gríðarlegar vinsældir og metaðsókn, Viltu finna milljón, Nei, ráðherra! og Beint í æð. Í Úti að aka er einvala hópur leikara undir stjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar.

Með aðalhlutverkin í leikritinu fara; Bergur Þór Ingólfsson, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Halldór Gylfason, Hilmar Guðjónsson, Hilmir Snær Guðnason og Ilmur Kristjánsdóttir.

Hér að neðan má sjá sérstakan skets sem var gerður í tilefni af frumsýningunni til að kynna leikritið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×