MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 23:30

„Messi er Barca og Barca er Messi“

SPORT

Berge: Kominn tími á ađ vinna Ísland

 
Handbolti
14:00 15. JANÚAR 2016

Landsliðsþjálfari Noregs, Christian Berge, býst við miklum baráttuleik gegn Íslandi í kvöld.

„Ég er mjög spenntur. Ég held að þetta verði erfiður leikur gegn Íslandi. Ég held að viljasterkara liðið muni hafa betur,“ segir Berge en hann hafði í nógu að snúast í gær á blaðamannafundi norska liðsins í gær þar sem Vísir hitti á hann.

Hann er augljóslega búinn að leggja mikla vinnu í að kortleggja íslenska liðið. Hvað þurfa Norðmenn að gera til þess að vinna leikinn?

Sjá einnig: Ísland er sigurstranglegra

„Við þurfum að spila góða vörn og keyra hraðaupphlaupin vel. Ísland er mjög gott lið og þurfum á öllu okkar að halda til þess að vinna,“ sagði Berge en er hann bjartsýnn á sigur?

„Ég er það. Ég tel að við eigum helmingsmöguleiki á sigri. Ísland er með reyndara lið en við vonumst til þess að hungrið í okkar liði skili okkur sigri,“ segir þjálfarinn en hugsa hann og leikmenn eitthvað um að það séu liðin átta ár síðan Noregur vann Ísland?

„Já, og það er kominn tími á að við vinnum Ísland.“

Sjá má viðtalið við norska landsliðsþjálfarann hér að ofan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Berge: Kominn tími á ađ vinna Ísland
Fara efst