Fótbolti

Berbatov til Grikklands | Mætir Ragga Sig í Evrópudeildinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Dimitar Berbatov hefur komið víða við.
Dimitar Berbatov hefur komið víða við. vísir/getty
Dimitar Berbatov, búlgarski ramherjinn sem áður spilaði með Tottenham og Manchester United, er genginn í raðir PAOK í Grikklandi.

Gríska félagið staðfestir þetta á heimasíðu sinni í dag, en Berbatov hefur verið án félags síðan Monaco lét hann fara fyrr í sumar.

Berbatov skoraði þrettán mörk í 38 deildarleikjum fyrir Monaco og átti stóran þátt í því að liðið komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar, en liðið sló út Arsenal í 16 liða úrslitunum.

PAOK ætlar sér stóra hluti á næstu árum, en félagið réð til sín í sumar þá Frank Arnesen sem yfirmann knattspyrnumála og þá tók Króatinn Igor Tudor við sem þjálfari liðsins.

Gríska liðið fór afar sannfærandi í gegnum forkeppni Evrópudeildarinnar og var dregið í C-riðil með Borussia Dortmund, Gabala frá Aserbaídjan og Ragnari Sigurðssyni og félögum í Krasnodar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×