Lífið

Bent grjótharður í Rapp í Reykjavík - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bent verður í ítarlegu viðtali í Rapp í Reykjavík á sunnudaginn.
Bent verður í ítarlegu viðtali í Rapp í Reykjavík á sunnudaginn.
„Af hverju er ég búinn að vera tala svona mikið um partýhald?, mér finnst ég vera búinn að finna mína sérstöðu þar,“ segir Ágúst Bent Sigbertsson rappari sem verður í viðtali við Dóra DNA í næsta þætti af Rapp í Reykjavík.

„Mér hefur alltaf fundist að það sé óþarfi að tónlistamaður þurfi að fara yfir allan skalann í sinni tónlist. Mér finnst bara fínt ef þú vilt bara svona djamm partý-stemningu þá getur þú bara hlustað á mig.“

Í fyrra greindi Vísir frá því að leikstjórinn og tónlistarmaðurinn hefði ráðist á Friðrik Larsen, stjórnarformann ÍMARK, á skemmtistaðnum Loftinu í Austurstræti. Bent játaði árásina fyrir dómi en fjölmörg vitni urðu að henni. 

„Rappið tekur manni alltaf opnum örmum þegar maður er búinn að koma sér í vandræði annarsstaðar, rappið dæmir ekki. Þegar þú ert kannski kominn í vandræði sem eru hræðileg í öllum starfsgreinum, þá er það bara alltaf gott í rappinu.“

Dóri DNA spurði Bent; „Ert þú á leiðinni í fangelsi?“

„Nei, nei að sjálfsögðu ekki.“

Rapp í Reykjavík verður á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið klukkan 21:25.


Tengdar fréttir

Erpur í forsetaframboð?

Líst ekkert á Höllu Tómasdóttur og aðra frambjóðendur og segist neyðast til að bjóða sig fram ef Andri Snær Magnason gerir það ekki.

„Íslenska rappsenan er tryllt"

Dugnaður og fjölbreytileiki einkenna íslenskt rapp um þessar mundir segja aðstandendur nýrra sjónvarpsþátta um íslensku rappsenuna. Við erum ekki að fara að grafast fyrir um hvaðan fyrsta derhúfan kom heldur einfaldlega að taka hús á þeim sem eru í fararbroddi, segir kynnir þáttanna.

Rappið tekur yfir

Auðvelt er að færa rök fyrir því að íslenskt rapp sé á blómaskeiði. Hér er farið stuttlega yfir söguna og stöðuna.

Fyrsta stiklan úr Rapp í Reykjavík

Rapp í Reykjavík hefur göngu sína á Stöð 2 sunnudaginn 24. apríl en þeir Gaukur Úlfarsson og Dóri DNA hafa undanfarin misseri verið að vinna að heimildarþáttaröð um íslenskt rapp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×