Fótbolti

Benfica portúgalskur meistari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Benfica fagnar meistaratitlinum.
Leikmenn Benfica fagnar meistaratitlinum. Vísir/AFP
Benfica tryggði sér í gær portúgalska meistaratitilinn eftir 2-0 heimasigur á Olhanense. Það var Brasilíumaðurinn Lima skoraði bæði mörk Benfica á fjögurra mínútna kafla í seinni hálfleik, en hann er markahæsti leikmaður liðsins í deildinni með 14 mörk. Benfica er nú með sjö stiga forystu á Sporting þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni.

Þetta er í fyrsta skipti síðan tímabilið 2009-10 sem Benfica verður portúgalskur meistari, en undanfarin þrjú tímabil hefur liðið endað í öðru sæti á eftir Porto. Benfica hefur nú unnið portúgalska meistaratitilinn 33 sinnum sem er met.

Benfica er einnig komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir Ítalíumeisturum Juventus. Liðin leika fyrri leik sinn á fimmtudaginn á Leikvangi ljóssins í Lissabon, en völlurinn mun hýsa úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×