Fótbolti

Benfica í góðri stöðu fyrir seinni leikinn | Sjáðu mörkin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ousmane Dembélé í baráttu við Pizzi.
Ousmane Dembélé í baráttu við Pizzi. Vísir/afp
Benfica er í fínum málum fyrir seinni leik sinn á móti Borussia Dortmund í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 1-0 sigur á heimavelli í kvöld.

Eftir markalausan fyrri hálfleik var það gríski framherjinn Konstantinos Mitroglou sem skoraði eina markið af stuttu færi eftir fjórar mínútur í seinni hálfleik.

Varnarmaðurinn sterki Lusiao vann skallaeinvígi í teignum eftir hornspyrnu og kom boltanum að marki Dortmund þar sem Grikkinn var mættur eins og gammur og tróð boltanum í netið.

Dortmund er búið að spila frábærlega í Meistaradeildinni hingað til en það tapaði ekki leik í riðlakeppninni og setti markamet.

Nú þurfa lærisveinar Thomasar Tuchel að svara kallinu í seinni leiknum á heimavelli þar sem þeir byrja 1-0 undir eftir tapið á leikvangi ljóssins í kvöld.

1-0, Kostas Mitroglu kemur Benfica yfir:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×