Lífið

Benedikt er Laxness, í brúnum jakkafötum. Ekki bláum.

Guðrún Ansnes skrifar
Benedikt veit hvað hann syngur og fékk sínu framgengt
Benedikt veit hvað hann syngur og fékk sínu framgengt Vísir/Valli
Benedikt Erlingsson leikstjóri og leikari er nú staðsettur í Berlín þar sem hann spreytir sig á hlutverki Halldórs Kiljan Laxness í þýskri bíómynd, byggðri á síðustu árum austurríska rithöfunarins Stefan Zweig.

Í gær eyddi hann deginum í að máta jakkaföt sem hann kemur til með að klæðast í kvikmyndinni.

Hafði Benedikt töluvert fyrir að hafa áhrif á litaval búningahönnuðar, og segir hann á fésbókarfærslu sinni að honum hafi legið við að verða ekki eldri vegna blárra jakkafata sem stóðu til boða.

Blessunarlega hafði hann þó í gegn að klæðast brúnum, í anda Laxness. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×