Innlent

Benedikt: Breytt vinnubrögð á Alþingi mikilvæg fyrir Ísland

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ný ríkisstjórn hefur eins manns meirihluta, en bæði Benedikt og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, sögðu að vinna þurfi betur með stjórnarandstöðunni.
Ný ríkisstjórn hefur eins manns meirihluta, en bæði Benedikt og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, sögðu að vinna þurfi betur með stjórnarandstöðunni. vísir/ernir
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir mikilvægt fyrir Ísland allt að unnið verði að nýjum og bættum vinnubrögðum á Íslandi. Auka þurfi gagnsæi, opna þurfi stjórnsýslu og opna þurfi bókhald ríkisins meira en áður.

„Það skiptir miklu máli að við temjum okkur breytt vinnubrögð, ekki síst í ljósi þessa nauma meirihluta og ég held að það sé gott fyrir Ísland allt að við temjum okkur ný vinnubrögð. Temjum okkur vinnubrögð gagnsæi, opnari stjórnsýslu, opnum bókhald ríkisins meira en verið hefur og líka að við temjum okkur samstarf við minnihlutann,“ sagði Benedikt á fundi Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Gerðarsafni þar sem nýr stjórnarsáttmáli var kynntur.

Ný ríkisstjórn hefur eins manns meirihluta, en bæði Benedikt og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, sögðu að vinna þurfi betur með stjórnarandstöðunni.

„[R]eynum við strax á fyrstu stigum mála að hafa samstarf við minnihlutann þannig að hann geti komið athugasemdum að en svo megum við ekki gleyma því að þetta eru ekki bara stjórnmálaflokkar sem stjórnmálalífið snýst um. Það er allur almenningur. Hann þarf að eiga greiðan aðgang að stjórnsýslunni, þarf að eiga góðan aðgang að lagagerð og svo framvegis og allt þetta leggjum við mikla áherslu á og það endurspeglast í þessari stefnuyfirlýsingu,“ sagði Benedikt.

Að neðan má sjá Vaktina hjá Vísi sem staðið hefur vaktina í dag er varðar tíðindi af myndun ríkisstjórnar. Vaktin verður staðin fram á kvöld þegar tilkynnt verður um ráðherra í nýrri ríkisstjórn.


Tengdar fréttir

Bein útsending: Ný stjórn kynnt til sögunnar

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, kynna nýjan stjórnarsáttmála á blaðamannafundi í Gerðarsafni í Kópavogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×