Innlent

Benedikt, Þorgerður og Þorsteinn ráðherrar Viðreisnar

Anton Egilsson skrifar
Af fundi þingflokks Viðreisnar í kvöld..
Af fundi þingflokks Viðreisnar í kvöld.. Vísir/Eyþór
Þingflokkur Viðreisnar samþykkti í kvöld tillögu tillögu Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins, um ráðherraskipan flokksins í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar.

Benedikt Jóhannesson verður fjármálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra.

Formaðurinn er glaður í bragði með niðurstöðuna eins og sjá má að neðan.


Tengdar fréttir

Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins tilbúinn

Kristján Þór Júlíusson, Sigríður Á. Andersen, Jón Gunnarsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Jón Gunnarsson eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×