Erlent

Belgar ákæra mann vegna árásanna í París

Atli Ísleifsson skrifar
Hæsta viðbúnaðarstig hefur verið í gildi í Brussel síðustu daga.
Hæsta viðbúnaðarstig hefur verið í gildi í Brussel síðustu daga. Vísir/AFP
Ríkissaksóknari Belgíu greindi frá því fyrr í kvöld að lögregla í landinu hafi ákært mann vegna hryðjuverkaárásanna í París fyrr í mánuðinum.

Í frétt BBC kemur fram að maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur, hafi verið einn þeirra sem handtekinn var í aðgerðum lögreglu á í gær. Var hann einn fimm sem handteknir voru, en tveim þeirra hefur nú verið sleppt.

Hæsta viðbúnaðarstig hefur verið í gildi í Brussel síðustu daga þar sem hermenn vakta göturnar, skólar og neðanjarðarlestarkerfi Brussel hafa verið lokuð.

Búið er að hefta aðgang að höfuðstöðvum NATO sem eru í Brussel og hafa sumir starfsmenn verið hvattir til að vinna heiman frá.


Tengdar fréttir

Brussel enn í herkví

Forsætisráðherra Belgíu sagði í gær að hættustig héldi áfram í dag. Öllum skólum í Brussel var lokað í morgun. Grunaðra hryðjuverkamanna er enn leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×