Erlent

Bekkir í almenningsgarði sem segja til um þyngd

Atli Ísleifsson skrifar
Mörgum gæti þótt bekkirnir vera með óþarfa leiðindi.
Mörgum gæti þótt bekkirnir vera með óþarfa leiðindi. Vísir/Getty
Borgaryfirvöld í rússnesku höfuðborginni Moskvu íhuga nú að koma fyrir bekkjum í almenningsgarði sem segja notendum þeirra hvað þeir eru þungir. Auk þess munu bekkirnir gefa þeim ráð um hvernig megi borða betur og tileinka sér heilbrigðari lífsstíl.

Andrei Lapshin, umsjónarmaður Sokolniki-garðsins í norðurhluta borgarinnar, segir að tuttugu slíkum bekkjum verði komið fyrir í garðinum fyrir árslok.

Auk þess að gefa þeim sem setjast á bekkinn upplýsingar um þyngd og ráð um heilsu, munu bekkirnir auglýsa nálægar líkamsræktarstöðvar og snyrtistofur.

Fjárfestar koma að verkefninu, en búist er við að hver bekkur kosti um 150 þúsund krónur.

Að sögn vefmiðilsins Moscow Times hafa forsvarsmenn annarra almenningsgarða í Moskvu, svo sem Fili- og Taganka-garðsins, einnig lýst yfir áhuga á því að koma upp bekkjum sem þessum í sínum görðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×