Erlent

Beittu stórskotaliði gegn Gaza eftir eldflaugaárás

Samúel Karl Ólason skrifar
Eldflaugin var skotin niður og enginn mun hafa særst.
Eldflaugin var skotin niður og enginn mun hafa særst. Vísir/AFP
Ísraelski herinn beitti stórskotaliði gegn Gaza eftir að eldflaug var skotið þaðan að Ísrael. Eldflaugin var skotin niður og enginn mun hafa særst. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á eldflaugaskotinu en herinn sagði ábyrgðina liggja hjá Hamas-samtökunum.

Engar fregnir hafa borist af mannfalli á Gaza vegna árásarinnar. Hins vegar hafa minnst fjórir dáið í árásum um helgina.

Palestínumenn segja Ísraelsmenn hafa skotið á heimili fólks en Ísraelsmenn segjast hafa skotið á hryðjuverkamenn.

Á vef Times of Israel segir að nokkrum eldflaugum hafi verið skotið að Ísrael frá Gaza um helgina. Enginn lét lífið í þeim árásum. Ísraelar gerðu þó árásir á móti. Þá segir herinn að göng sem grafin hafi verið af meðlimum Hamas inn í Ísrael hafi verið eyðilögð í dag. Þeir segja tilganginn hafa verið að gera árásir þar í landi.



Ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael hefur valdið miklum usla á svæðinu og hafa mótmæli staðið yfir síðustu daga. Leiðtogi Hamas hefur kallað eftir uppreisn gegn hernámi Ísrael og leiðtogar arabaríkja hafa fordæmt ákvörðun Trump.


Tengdar fréttir

Leiðtogi Hamas hvetur almenning til aðgerða

Óttast er að sendiráðstilfærsla Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem geti virkað sem neisti í púðurtunnu. Leiðtogi Hamas vill að Palestínumenn hristi Ísrael af sér en Fatah vill leita diplómatískra leiða til að leysa vandann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×