Viðskipti innlent

Bein út­sending: Staðan á fast­eigna­markaði

Á fundinum verður rætt hvaða hverfi eru dýrust og hvar er hagkvæmast að kaupa.
Á fundinum verður rætt hvaða hverfi eru dýrust og hvar er hagkvæmast að kaupa. Vísir/Vilhelm
Í dag klukkan 17.15 hefst opinn fræðslufundur um stöðuna á fasteignamarkaði. Íslandsbanki heldur fundinn í nýju húsnæði sínu á Granda í Reykjavík og er hægt að fylgjast með honum í beinni útsendingu hér fyrir neðan. Fundurinn stendur til 18.15.

Hagfræðingurinn Magnús Árni Skúlason mun kynna nýja greiningu sem hann vann fyrir Íslandsbanka um húsnæðismarkaðinn. Greining Magnúsar ber heitið Endurreisn á óvissutímum.

Finnur Bogi Hannesson, vörustjóri húsnæðislána, og Hanna Dóra Jóhannesdóttir, viðskiptastjóri einstaklinga, fara einnig yfir það sem stendur til boða í dag varðandi húsnæðislán.

Á fundinum verður einnig leitast við að svara eftirfarandi spurningum:

- Verður áfram flug á fasteignamarkaðinum?

- Hvaða hverfi eru dýrust og hvar er hagkvæmast að kaupa?

- Hvort á ég að velja verðtryggt, óverðtryggt eða blandað lán?

- Er skynsamlegra að leigja eða kaupa í dag?

- Er unga fólkið skilið útundan á markaðnum?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×