Innlent

Bein útsending frá Herjólfsdal: Hið árlega kapphlaup um stað fyrir hvítu fjöldin

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu og Eyjamaður, setur upp hvíta tjaldið sitt í fyrra.
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu og Eyjamaður, setur upp hvíta tjaldið sitt í fyrra. Vísir/Óskar P. Friðriksson
Flautað verður til leiks í hinu árlega kapphlaupi um stæði fyrir hvítu tjöldin í Herjólfsdal klukkan 18. Bein útsending verður frá kapphlaupinu hér á Vísi og stendur yfir frá klukkan 17:50 til 18:15.

Talið verður niður en þegar keppendur mega hlaupa er tekið á rás og reynt að ná sem bestu stæði fyrir hvíta tjaldið sitt. Þar halda heimamenn svo til á meðan á hátíðarhöldum stendur og láta fara vel um sig. Kræsingar eru bornar fram, sumir gæða sér á lunda og gítarspil og söngur heyrist úr hverju tjaldi.

Sú venja hefur skapast að starfsmenn og sjálfboðaliðar Þjóðhátíðarinnar fái tveggja mínútna forskot á aðra í kapphlaupinu.

Keppnin er stór hluti af hinni árlegu Þjóðhátíð sem sett verður með pompi og prakt á föstudaginn. Áður en að því kemur fer þó fram hið árlega Húkkaraball þar sem Páll Óskar mun koma fram.

Hlaupið hefst sem fyrr segir klukkan 18 og verður bein útsending hér í glugganum að ofan.

Uppfært 18:20:

Beinni útsendingu er nú lokið. Síðar í kvöld verður birt upptaka frá kapphlaupinu í Herjólfsdal.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×