Sport

Bein útsending frá EM: Aníta varð í 11. sæti í 800 metra hlaupi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir hefur lokið keppni og endaði í 11. sæti í 800 metra hlaupi kvenna. Henni tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitahlaupinu og það varð strax ljóst eftir fyrri riðilinn þar sem hún kom sjötta í mark.

Beina útsendingu frá Letzigrund-leikvanginum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan  í gegnum heimasíðu evrópska frjálsíþróttasambandsins.

Aníta Hinriksdóttir varð í 11. sæti í undanúrslitum í 800 metra hlaupi og verður því ekki í úrslitahlaupinu á laugardagskvöldið. Aníta kom sjötta í mark í sínum riðli en hún náði ekki eins góðum tíma (2:02.45 mínútur) og í undanrásunum í gær (2:02.12 mínútur) þegar hún kom í mark á besta tíma ársins.

Spjótkastarinn Guðmundur Sverrisson keppir einnig í undankeppni spjótkasts karla í dag en hann er í seinni riðlinum sem byrjar að kasta klukkan 16.45 að íslenskum tíma. Guðmundur er annar í kaströðinni.

Fimm Evrópumeistarar verða krýndir í kvöld en þá lýkur keppni í stangarstökki kvenna, þrístökki karla, spjótkasti kvenna, 3000 metra hindrunarhlaupi karla og 110 metra grindarhlaupi karla. Þá er einnig í gangi fyrri dagur í sjöþraut kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×