Viðskipti innlent

Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins 2017

Haraldur Guðmundsson skrifar
Ársfundur atvinnulífsins verður haldinn í Hörpu í dag.
Ársfundur atvinnulífsins verður haldinn í Hörpu í dag.
Ársfundur atvinnulífsins 2017 verður haldinn í Hörpu í dag frá klukkan 14.00 til 16.00. Sérstakur gestur fundarins er Zanny Minton Beddoes, aðalritstjóri tímaritsins Economist, sem mun fjalla um stöðu efnahagsmála á alþjóðlegum vettvangi og horfurnar framundan. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum hér að neðan.

Þeir Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra munu flytja ávörp. Það munu þau Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og stjórnarformaður Fjarskipta, og Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, og Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri CCP á Íslandi, einnig gera.

Þá mun Halldór Baldursson, skopmyndateiknari Fréttablaðsins, rýna í samfélagsspegilinn. Fundarstjóri er Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×