Körfubolti

Ungu strákarnir okkar komnir í úrslit á EM

Stefán Árni Pálsson skrifar
Íslensku strákarnir fagna í leikslok.
Íslensku strákarnir fagna í leikslok. Mynd/FIBAEurope
Íslenska tuttugu ára landsliðið í körfubolta spilar til úrslita í B-deild Evrópukeppni U-20 karla í körfubolta sem fer fram í Grikklandi um þessar mundir. Liðið gerði sér lítið fyrir vann heimamenn frá Grikklandi, 70-67.

Íslenska liðið var frábært í leiknum og höfðu þeir forystu stóran hluta af honum. Þeir brotnuðu aldrei þrátt fyrir að Grikkir hafi oft á tíðum pressa þá stíft. Kári Jónsson fór gjörsamlega á kostum í leiknum og skoraði hann 29 stig.

Þegar tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum var staðan 70-67 og fengu Grikkir tækifæri til að jafna metin. Þeir köstuðu boltanum frá sér og íslensku strákarnir gjörsamlega ærðust úr gleði.

Ísland mætir Svartfjallalandi í úrslitaleiknum á morgun og heldur ævintýri liðsins áfram í Grikklandi. Íslenska liðið er núna búið að tryggja sig inn í A-deildina.

Til að skoða tölfræði úr leiknum þarf að smella hér.

Hér má sjá skjáskot af drengjunum að fagna eftir leik.

Tengdar fréttir

Rússarnir áttu ekki svör við íslensku geðveikinni

Íslenska 20 ára landsliðið í körfubolta varð fyrsta íslenska liðið til að vinna Rússa í körfu. Átta strákar í liðinu eru einnig í æfingahóp A-landsliðsins og fá því frábært tækifæri til að sýna sig og sanna í Grikklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×