Innlent

Bein útsending: Vatnsvernd í brennidepli á fundi Samorku

Kjartan Kjartansson skrifar
Vatn er ein verðmætasta náttúruauðlindin.
Vatn er ein verðmætasta náttúruauðlindin. Vísir/Getty
Verðmæti vatnsauðlindarinnar er umfjöllunarefni fundar Samorku um vatnsvernd nú í morgun. Eitt erindanna fjallar meðal annars um slys á vatnsverndarsvæði. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á Vísi.

Morgunverðarfundur Samorku ber yfirskriftina Verðmætin í vatninu. Þar verður fjallað um vatn í víðu samhengi, að því er segir í fundarboðunum. Hann hefst kl. 8:30 og er öllum opinn.

Erindin á fundinum hafa ef til vill öðlast meira vægi eftir að gerlamengun greindist í drykkjarvatni á höfuðborgarsvæðinu fyrir helgi. Tilkynnt var um það á mánudag en fljótt kom á daginn að mengunin væri ekki hættuleg.

Á meðal þeirra sem flytja erindi er Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Veitna, og Hlín Benediktsdóttir, rekstrarstjóri vatnsveitu fyrirtækisins. Markaðsstjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi heldur einnig erindi en fyrirtækið stöðvaði framleiðslu sína tímabundið vegna gerlamengunarinnar.

Einnig verður fjallað um vernd og nýtingu vatns, virði þess og mikilvægi í matvælaframleiðslu.

Dagskrá fundarins:

Vatn: Vernd og nýting – Kristján Geirsson, verkefnastjóri, Orkustofnun

Virði vatnsins – Jón Skafti Gestsson, hagfræðingur, Lotu

Útkall! Slys á vatnsverndarsvæði – Gunnur Ýr Stefánsdóttir, verkefnastjóri, Norðurorku

Við veitum vatni – Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Veitna og Hlín Benediktsdóttir, rekstrarstjóri vatnsveitu,Veitum

Mikilvægasta hráefnið í matvælaframleiðslu – Stefán Magnússon, markaðsstjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×