Erlent

Bein útsending: Úrslitin ráðast á milli Carlsen og Karjakin

Samúel Karl Ólason skrifar
Magnus Carlsen og Sergey Karjakin.
Magnus Carlsen og Sergey Karjakin. Vísir/AFP
Úrslitin ráðast í heimsmeistaraeinvígi stórmeistaranna Magnus Carlsen og Sergey Karjakin í kvöld. Eftir tólf hefðbundnar viðureignir stóðu meistararnir jafnir að vígi og þurfti því að grípa til bráðabana. Fyrsta skákin fór fram 11. nóvember og eru því tæpar þrjár vikur að baki í einvíginu sem fram fer í New York í Bandaríkjunum.

Sjá einnig: Heimsmeistaratign og 120 milljónir króna undir í New York í kvöld

Skákin hefst klukkan 19 og verður fyrirkomulagið eftirfarandi (upplýsingar af Skák.is):

1. Fjórar skákir með umhugsunartíma 25 mínútur auk þess sem tíu sekúndur bætast á hvern leik. 

2. Verði enn jafnt eftir skákirnar fjórar tefla þeir allt að fimm tveggja skáka einvígi með umhugsunartíma 5 mínútur auk þriggja sekúndna fyrir hvern leik.

3. Ef svo ólíklega vill til að enn verði jafnt tefla þeir svonefnda Armageddon-skák. Þar hefur hvítur fimm mínútur í umhugsunartíma en svartur fjórar mínútur. Svörtum dugar jafntefli til sigurs.

Hér að neðan er bein útsending af taflborði þeirra Carlsen og Karjakin og fara sérfræðingar Chess24 yfir stöðuna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×