Erlent

Bein útsending: Tilkynna um Nóbelsverðlaunin í efnafræði

Atli Ísleifsson skrifar
Nú þegar er búið að tilkynna um verðlaunahafa í flokki eðlisfræði og læknisfræði.
Nú þegar er búið að tilkynna um verðlaunahafa í flokki eðlisfræði og læknisfræði. Vísir/AFP
Sænska Nóbelsnefndin mun tilkynna um hver eða hverjir hljóta Nóbelsverðlaunin í efnafræði á fréttamannafundi í Stokkhólmi sem hefst klukkan 9:45.

Í frétt SVT segir að fyrirfram séu tveir taldir líklegastir til að hreppa hnossið, annars vegar franski örverufræðingurinn Emmanuelle Charpentier og bandaríski kollegi hennar Jennifer Doudna fyrir rannsóknir á sviði erfðafræði, og hins vegar þeir John Goodenough og Stanley Whittingham fyrir þróun sína á liþín-jóna-rafhlöðunni.

Fylgjast má með beinni útsendingu frá fréttamannafundinum í spilaranum að neðan.


Tengdar fréttir

Sýndu að fiseindir eru ekki þyngdarlausar

Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið hljóta tveir vísindamenn, sem sýndu fram á að fiseindir geti breytt um eðlismynd og séu ekki þyngdarlausar.

Lyf sem gagnast milljónum

Þrír vísindamenn deila með sér Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár. Verðlaunin verða afhent í Svíþjóð í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×