Viðskipti innlent

Bein útsending: Þjóðhagsspá 2015-2017 - „Völt er veraldar blíðan“

Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka.
Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka.
Greining Íslandsbanka mun kynna nýja Þjóðhagsspá 2015-2017 á morgunfundi þriðjudaginn 26.maí kl. 8.30-10.00. Hægt er að horfa á útsendingu frá fundinum hér á Vísi í spilaranum að neðan.

Fundarstjóri er Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri Markaða Íslandsbanka, en þrjú erindi verða flutt á fundinum í þeirri röð sem sjá má hér að neðan.

Allt kann sá sem hófið kann

Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, fjallar m.a. um horfur um hagvöxt, verðbólgu, vexti, launa, atvinnuleysi, íbúðaverð, framleiðni og fleiri þætti er varða efnahagslega umgjörð heimila, fyrirtækja og fjármálamarkaðarins.

Svipult er sævar logn

Jón Bjarki Bentsson fjallar um horfur gengisþróun krónunnar gangvart helstu myntum og helstu áhrifaþætti þ.m.t. áhrif fjármagnshafta og losun þeirra, gjaldeyrisstrauma, innlenda og erlenda vexti og viðskiptakjör.  

Sjaldan er bið til batnaðar

Kristjana Sigurðardóttir, fjárfestingarstjóri Almenna lífeyrissjóðsins fjallar um fjárfestingaumhverfi fagfjárfesta hér á landi og hvaða tækifæri og ógnanir felast í væntanlegri þróun fjármálamarkaðarins og efnahagsumhverfis hans á næstu árum.

Þjóðhagsspá 2015-2017: Völt er veraldar blíðan from Íslandsbanki on Vimeo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×