Viðskipti innlent

Bein útsending: Það sem hafa þarf í huga við kaup og sölu íbúða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka.
Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka. Fréttablaðið/GVA
Hvað þarf að hafa í huga við kaup og sölu íbúða hér á landi? Þessum spurningum stendur til að svara á fundi Íslandsbanka í tilefni af útgáfu nýrrar skýrslu Greiningar Íslandsbanka um íslenska íbúðamarkaðinn.

Auk fyrrnefndra atriða sem hafa þarf í huga verður farið yfir almenna stöðu íbúðamarkaðsins og væntanlega þróun íbúðaverðs, íbúðabygginga og helstu áhrifaþátta.

Fundurinn er í beinni útsendingu og má horfa á fundinn í spilaranum að ofan. Fundurinn hefst klukkan 17.

Dagskrá  



Fundur settur

-Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka

Hvert er íbúðamarkaðurinn að fara?

-Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka

Hvernig hefur íbúðaverð verið að þróast?

-Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka

Hverju þarf að huga að við íbúðakaup?

-Hildur Kristín Þorbjörnsdóttir, viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka

Fundarstjóri verður Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×