Viðskipti innlent

Bein útsending: Samkeppnishæfni Íslands

Fundurinn fer fram í Norðurljósasal Hörpu.
Fundurinn fer fram í Norðurljósasal Hörpu. vísir/vilhelm
Samkepppnishæfni Íslands í alþjóðlegum samanburði verður til umfjöllunar á fundi VÍB og Viðskiptaráðs Íslands í Norðurljósasal Hörpu. Fundurinn hefst klukkan 8:30 og er í beinni útsendingu hér á Vísi.

Á fundinum verða kynntar niðurstöður úttektar IMD viðskiptaháskólans um samkeppnishæfni Íslands. 

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, opnar fundinn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flytur ávvarp og Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, kynnir niðurstöður úttektar IMD.

Að því loknu fara fram pallboðsumræður um úttektina og samkeppnishæfni landsins. Fyrir svörum sitja Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas, Jakob Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Promens, Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS en fundarstjóri er Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB.

Uppfært klukkan 10: Fundinum er lokið en upptakan er aðgengileg í spilaranum hér fyrir neðan.

Samkeppnishæfni Íslands 2015 from Íslandsbanki on Vimeo
Hér fyrir neðan má sjá umræður um fundinn á Twitter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×