Enski boltinn

Partí í Leicester

Cambiasso fagnar marki í dag.
Cambiasso fagnar marki í dag. vísir/getty
Það var mikið um að fjör í nýliðaslagnum milli Leicester og QPR, en Leicester vann öruggan sigur 5-1. Staðan var 2-0 í hálfleik.

QPR var fallið fyrir leikinn og Leicester var búið að tryggja sér öruggt. James Vardy og Marc Albrighton komu heimamönnum í Leicester í 2-0 og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Jose Leonardo Ulloa bætti við þriðja markinu á 51. mínútu og Esteban Cambiasso skoraði fjórða mark Leicester mínútu síðar.

Charlie Austin minnkaði muninn fyrir QPR fimm mínútum síðar, en Andrej Kramaric bætti við fimmta marki Leicester tveimur mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 5-1 sigur Leicester.

Þeir enda í fjórtánda sæti deildarinnar. Frábær árangur hjá þeim, en QPR enda neðstir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×