Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Tölvuleikurinn Fortnite er afar vinsæll hjá yngstu kynslóðinni en um er að ræða byssuleik sem límir börnin við tölvuskjáinn. Áfram verður fjallað um tölvufíkn barna í fréttatíma stöðvar 2 í kvöld en í gær sögðum við ykkur frá því að tölvufíkn ungra barna væri vaxandi vandamál. 

Einnig fjöllum við um mál lögreglumannsins sem hefur fengið á sig þrjár kærur vegna kynferðisofbeldis. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur málið þungt á mörgum starfsmönnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn starfar ennþá hjá embættinu en ásakanir á hendur honum leiddu aldrei til ákæru.

Að auki fáum við nýjustu fréttir frá HM á Rússlandi ífréttatímanum og förum á álfahátíð í Hafnarfirði en í dag er Jónsmessan. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×