Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar verður rætt við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra en Samfylkingin kynnti í dag stefnumál vegna komandi borgarstjórnarkosninga.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gagnrýndi fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í setningarræðu sinni á landsfundi Miðflokksins sem hófst í dag. Sigmundur var kjörinn formaður flokksins með öllum greiddum atkvæðum en hann var einn í framboði. Gunnar Bragi Sveinsson var kosinn varaformaður flokksins.

Ákvörðun Kim Jong-Un, leiðtoga Norður-Kóreu um að láta af kjarnorkuvopnatilraunum verður til umfjöllunar í fréttum kvöldsins.

Við skoðum nýjar íbúðir í Vatnsmýrinni sem senn fara á markað, hittum káta krakka á Barnamenningarhátíð og spjöllum við skemmtileg afmælisbörn á Selfossi.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×