Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sængurlegudeildir eru að fyllast og mun þurfa að vísa nýbökuðum mæðrum heim af spítala, þrátt fyrir að heimaþjónustu ljósmæðra njóti ekki við. Að sögn yfirljósmóður munu heilbrigðisstofnanir um landið ekki geta sinnt allri nauðsynlegri þjónustu við sængurkonur og nýbura, þrátt fyrir tilmæli ráðherra þess efnis. Rætt verður við hana og fjallað nánar um málið í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar sýnum við líka frá brunanum í Perlunni, ræðum við lögmann strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar og fjöllum um fyrirhugaðar breytingar á tilhögun strandveiða. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×